Björk vill frelsa Pussy Riot

Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova í fangelsi í Rússlandi.
Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova í fangelsi í Rússlandi. AFP

Rúmlega hundrað frægir tónlistarmenn hafa nú skorað á yfirvöld í Rússlandi að láta meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot lausar. Þetta eru meðal annars hin íslenska Björk, Madonna, Elton John, Paul McCartney og Sting. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem samið var af mannréttindasamtökunum Amnesty og sýna stjörnurnar þeim Mariu Alyokhinu og Nadezhdu Tolokonnikovu þar stuðning sinn. AFP-fréttastofan greindi frá þessu í dag. 

Konunum sitja í fangelsi í Rússlandi þar sem þær afplána tveggja ára dóm vegna mótmæla þeirra í kirkju. Þau beindust gegn forseta Rússlands, Vladimir Putin, og fóru fram í febrúar árið 2012.

Í bréfinu segir að undirritaðir skilji að óæskilegt sé að mótmæla á stað sem þessu en biðji rússnesk yfirvöld aftur móti um að láta þær lausar svo þær geti snúið aftur til barna sinna, fjölskyldu og fyrra lífs. Þá segir einnig að styrkur og styrkur kvennanna sé hvatning til stjarnanna. Paul McCartney

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar