Svo virðist sem tökur á þáttaröðinni vinsælu, Game of Thones, hafi farið fram við Nesjavelli í dag en samkvæmt heimildum mbl.is sást til tökuliðs þáttanna við Dyrafjöll fyrir ofan Nesjavelli í sólinni í dag.
Tökur á fjórðu seríu þáttaraðarinnar sívinsælu Game of Thrones hófust hérlendis í gær. Þættirnir teljast seint með smáu sniði, en í fyrstu þremur seríunum komu fram 162 karakterar, auk fjölda statista, og er umfang takanna hérlendis í takti við það.
Samkvæmt heimildum mbl.is verða þættirnir teknir upp á Þingvöllum, í Þjórsárdal og á Hengilsvæðinu.
Frétt mbl.is: Tökur á Game of Thrones hafnar