Stiller hitti Crowe á Reykjavíkurflugvelli

Þegar Ben Stiller hitti Russel Crowe á Reykjavíkurflugvelli í fyrra sumar sagði sá síðarnefndi aðeins fimm orð: „Þú verður að drottna yfir veðrinu“ (e. You gotta dominate the weather). Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti kvikmyndablaðsins Empire þar sem fjallað er um mynd Bens Stillers, The Secret Life Of Walter Mitty, sem tekin var á Íslandi í fyrrasumar.

Í grein Empire kemur fram að þegar Ben Stiller kom til landsins í fyrra hafi hver stórstjarnan á fætur annnarri haft hér viðdvöl, m.a. Tom Cruise og Crowe auk annarra leikara í kvikmyndinni Noah.

Stiller gerir þó ekki mikið úr veðráttunni á Íslandi. Hann segir sífellt rætt um aðstæður á tökustöðum. „Ég hef tekið kvikmyndir í New York. Þar er maður kannski að reyna að taka innilegt og hljóðlátt atriði er fólk keyrir hjá og hrópar: Hei, vitleysingur!“

The Secret Life Of Walter Mitty verður frumsýnd vestanhafs 26. desember, annan í jólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar