Vísar ásökunum Opruh Winfrey á bug

Það kann að vera að Oprah hafi misskilið afgreiðslukonuna.
Það kann að vera að Oprah hafi misskilið afgreiðslukonuna. ALTAF HUSSAIN

Svo virðist sem kurteisin hafi flækst fyrir afgreiðslukonunni sem neitaði að afgreiða Opruh Winfrey

Trudy Goetz, eigandi umræddrar verslunar, neitar því alfarið að afgreiðslukonan hafi neitað að afgreiða Winfrey heldur sé um misskilning að ræða. „Afgreiðslukonan setur alltaf þarfir viðskiptavinarins í fyrsta sæti og ef til vill var hún of kurteis,“ sagði Goetz við fréttaveituna AFP. „Hún sagði að taskan væri mjög falleg en sagði síðan, „Í sannleika sagt kostar taskan 35 þúsund franka, en ég get sýnt þér aðrar útgáfur af henni“.“ Þá segir Goetz að ekki standi til að taka afgreiðslukonuna á teppið.

Í viðtali við Larry King greindi Oprah Winfrey frá því að hún hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum í einni af fínni verslunum Sviss. Þá gantaðist hún með að hvarflað hefði að henni að kaupa upp alla verslunina í anda kvikmyndarinnar Pretty Woman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar