Bote Rai frá Dhankuta í Nepal hefur lengi átt sér þann draum að fljúga með flugvél. Í sumar lét hann þess getið við ættingja sína, að hann vildi gjarnan sjá þennan draum rætast áður en hann gæfi upp öndina, en Rai er orðinn 106 ára. Flugfélagið Yeti Airlines heyrði af draumi gamla mannsins og bauð honum í flugferð.
Rai flug ásamt Bahadur Rai, 74 ára frænda sínum, frá Dhankuta til Kathmandu og til baka. Ferðin tók um 35 mínútur. „Ramailo bhayo, ramailo bhayo!“ sagði Bote Rai í samtali við Himalayan Times þegar hann lenti, en það útleggst: „Þetta var gaman, þetta var gaman.“
Aðspurður hvort hann vildi fljúga aftur sagði Rai, nei, þetta væri nóg. Hann sagðist ekkert hafa verið hræddur í ferðinni.
Rai átti um tíma þrjár eiginkonur og hann eignaðist 12 börn.