Fyrrum módel: „Líf mitt var lygi“

Carré Otis var vinsæl fyrirsæta og sat m.a. fyrir á …
Carré Otis var vinsæl fyrirsæta og sat m.a. fyrir á forsíðum Vogue og Cosmopolitan. Skjáskot af Herald Sun

„Þegar ég var spurð út í mataræðið mitt eða þá líkamsrækt sem ég stundaði las ég upp lýsingu á heilbrigðum lífsstíl, þessum sem þeir kenna í tískutímaritum. „Jazzercise þrisvar í viku og léttar lyftingar,“ sagði ég. Hinn ljóti sannleikur var að ég æfði í að minnsta kosti tvo tíma á dag, sjö daga vikunnar. Þá daga sem ég var ekki að vinna æfði ég tvöfalt meira; fór tvisvar í ræktina á einum degi.“

Þetta segir hin fyrrum fyrirsæta, Carré Otis, í viðtali við Vogue. Þar lýsir hún því hvernig glamúrlíf hennar sem fyrirsæta var fullkomin lygi og hvers vegna hún veigraði sér við því að svara 80% af aðdáendapósti sínum frá aðdáunarfullum 10-15 ára stúlkum sem vildu fá að vita hvernig hún færi að því að vera svo falleg, grönn og með ræktarlegt hár. Hún fletti ofan af lyginni sem hún sagði þeim sem spurðu hana út í mataræði hennar og lífsstíl; það sem hún vildi að hún hefði sagt aðdáendum sínum fyrir mörgum árum.

Mataræði: kaffi og sígarettur

„Ég sagðist borða hafragraut í morgunmat, kjúkling og grænmeti í hádegismat og fisk og salat í kvöldmat auk heilsusamlegs snarls eins og jógúrtar. Í raunveruleikanum var uppistaðan í mataræðinu mínu fjórir til sex bollar af svörtu kaffi á dag, ég forðaðist jafnvel slettu af undanrennu af ótta við auka hitaeiningar,“ útskýrir Otis.

„Til að bægja hungrinu frá reykti ég nokkra pakka af sígarettum á dag. Sígarettur og kaffi gáfu mér auka orkuskot, en þeim tók ég öllum fegins hendi þar sem líkami minn var stöðugt uppgefinn af litlum sem engum svefni, ofþjálfun, svelti og stöðugu streymi sjálfsgagnrýni.“

Hún segir lýtalausa húð sína aðeins hafa stafað af heilmiklum farða. „Hefðirðu hitt mig í eigin persónu hefðirðu séð að andlitið mitt var þakið bólum, þurrkum og útbrotum, afleiðingum stöðugra flugferða, vökvaskorts, næringarskorts, streitu, sígaretta, mikils farða og svefnleysis.“

Átti ekki fyrir leigunni

Otis hefur áður lýst því hvernig fyrirsætuheimurinn fór með hana, en í endurminningum sínum, Beauty Disrupted frá 2011 sagði hún m.a. frá kynferðisofbeldinu sem umboðsmaðurinn hennar beitti hana.

Í viðtalinu við Vogue kveður hún sögur af glamúrlífstíl sínum hafa verið langt frá sannleikanum. „Ég átti aldrei snekkju. Ekki einu sinni hús. Suma mánuði gat ég ekki einu sinni borgað leiguna. Ég náði nokkrum frábærum samningum sem borguðu vel en ég eyddi peningunum í vitleysu. Svo komu mánuðir þar sem ég fékk enga vinnu.“

„Í upphafi gaf ég stundum allt sem ég átti til í myndatökum - 20 tíma langar án hléa - en sá aldrei einn eyri. Ef umbjóðandanum líkaði ekki frammistaða mín þá innti umboðsmaður minn hann ekki eftir greiðslu. Mér var sagt að bíta í það súra epli og reyna að læra af reynslunni. Stundum fékk ég ekki borgað vegna þess að umboðsskrifstofan taldi mig skulda þeim eitthvað - skuldir fyrir prufumyndatökum, kostnaði vegna kynningarmöppu og hótelherbergja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup