Linda Pé á réttum stað í lífinu

Linda Pétursdóttir er í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnudagsblaði …
Linda Pétursdóttir er í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. mbl.is

Linda P. hefur rekið fyrirtæki í 20 ár en vissi ekkert um rekstur þegar hún byrjaði. Hún kippir sér ekki upp við það þótt fólk noti Gróu á Leiti til að forðast að líta í eigin barm. Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Lindu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

„Þetta er Baðhúsið eins og mig dreymdi alltaf um,“ segir Linda, sem undirbýr nú að flytja Baðhúsið í Smáralindina seinna á þessu ári. Áætlað er að starfsemin hefjist þar í desember.

„Ég vissi ekkert hvað ég var að gera,“ svarar Linda aðspurð hvernig það hafi verið að stofna fyrirtækið fyrir 20 árum. „Ég var 24 ára og hafði áhuga á heilsu og fegurð og hafði unnið í þeim geira sem fegurðardrottning og fyrirsæta og mig vantaði eitthvað að gera og ákvað því að stofna fyrirtæki. Ef ég hefði vitað hvað var framundan næstu árin er ég ekki viss um að ég hefði farið út í slíkan rekstur, en í dag er ég gríðarlega fegin að ég tók slaginn. Reksturinn er bæði vinna mín og áhugamál.“

Finnst Gróa á Leiti frábær

Linda segir að konurnar sem koma í Baðhúsið séu ekki þar til að sýna sig fyrir karlmönnum heldur komi þær einvörðungu fyrir sjálfa sig. „Þær eru þarna til að bæta heilsu sina og eiga samfélag við aðrar konur. Þetta er ekki kjötmarkaður.“

Aðspurð um hvort mikið sé horf á hana hvert sem hún kemur segist Linda ekki kippa sér upp við það heldur finnist henni Gróa á Leiti frábær.

„Meðan fólk hefur mig og aðra til að tala um þarf það ekki að líta í eigin barm og huga að sjálfu sér. Það er sjálfsagt þægilegt fyrir suma.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir