Fara með aðalhlutverk í 50 gráum skuggum

Dakota Johnson leikur Anastasia Steele.
Dakota Johnson leikur Anastasia Steele. Frazer Harrison

Ákveðið hefur verið að bandaríska leikkonan Dakota Johnson fari með aðalhlutverk í bíómynd sem gerð verður eftir bókinni 50 gráir skuggar (Fifty Shades of Grey).

Bækur EL James hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í kjölfar bókanna hafa verið gefnar út margar bækur af sama toga sem margir skilgreina sem mömmuklám.

Dakota Johnson, sem er 23 ára gömul, er dóttir leikaranna Dons Johnsons og Melanie Griffith. Hún kemur til með að leika Anastasíu Steele. Johnson hefur starfað sem ljósmyndafyrirsæta og á ekki langan feril sem leikari. Hún lék í sjónvarpsþáttum sem nefndust Ben and Kate, en þeir hafa verið teknir af dagskrá.

Með hlutverk Christians Greys fer leikarinn Charlie Hunnam. Hann er 33 ára gamall og hefur leikið í nokkrum myndum.

Charlie Hunnam leikur Christian Grey.
Charlie Hunnam leikur Christian Grey. Frederick M. Brown
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir