Uppvakningar á ferðinni

Eyrarbakki hefur verið undirlagður kvikmyndagerðarfólki undanfarið þar sem farið hafa fram upptökur á atriðum í norsku kvikmyndinni Død Snø 2. Tökum á að ljúka í dag en í gær var þar á ferð forláta skriðdreki í grennd við þekkt bæjareinkenni eins og Húsið og kirkjuna. Vel á annað hundrað manns hafa verið við tökurnar og því augljóslega vakið athygli bæjarbúa, ekki síst uppvakningar í blóðugum hermannabúningum.

Fulltrúar Saga Film, sem er í samstarfi við framleiðendur myndarinnar, heimsóttu leikskólann Brimver í gær og færðu skólanum fimm hjól að gjöf, en með gjöfinni vildu aðstandendur myndarinnar þakka fyrir góðar móttökur heimamanna á meðan á tökum hefur staðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar