Benedikt besti nýi leikstjórinn

Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Hross í oss
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Hross í oss

Benedikt Erlingsson fékk í kvöld verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Benedikt fékk verðlaunin fyrir leikstjórn bíómyndarinnar Hross í Oss sem sýnd var á hátíðinni.

Þetta eru einu verðlaunin sem eru veitt í þessum flokki hátíðarinnar og hljóða þau upp á 50.000 evrur sem er með hæsta verðlaunafé sem hægt er að hljóta á kvikmyndahátíðum. Vinningshafi deilir verðlaunafénu með spænskum dreifiaðila, sem þýðir jafnframt að Hross í oss hefur verið tryggð dreifing á Spáni.

Nýverið tilkynnti Íslenska sjónvarps- og kvikmyndaakademían að myndin yrði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2014.

Sýningar á Hross í oss standa núna yfir í íslenskum kvikmyndahúsum og myndin er þegar komin í sýningu á mörgum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndin hefur einnig verið valin til keppni á einni stærstu kvikmyndahátíð í Asíu, Tókýó kvikmyndahátíðinni í október. Þá verður Hross í oss opnunarkvikmynd á Lübeck-hátíðinni í Þýskalandi í lok október og er líka komin á Gautaborgarhátíðina í janúar á næsta ári.

Bæði San Sebastián kvikmyndahátíðin og alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tókýó flokkast til svokallaðra „A“ hátíða, en þær eru einungis 14 í heiminum. Að hljóta verðlaun sem Kutxa-New Directors verðlaunin er því mikill heiður.

Hross í oss er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhól hestsins.

Kvikmyndagagnrýnandi breska blaðsins Guardian fer afar lofsamlegum dómum um myndina. Hann segir ekki algengt að sjá mynd sem sýni manni hluti sem maður hefur aldrei áður séð í bíó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup