Allt að verða vitlaust í Hollywood

Söngkonan Sinead O'Connor.
Söngkonan Sinead O'Connor. mbl.is/AFP

Það er allt að verða vitlaust eftir að Sinead O'Connor sendi Miley Cyrus opið bréf á dögunum samkvæmt heimildum Heat.

O'Connor varaði Cyrus við tónlistariðnaðinum og sagði hann vera að nota hana. Cyrus svaraði með því að gera lítið úr því sem O'Connor skrifaði til hennar með því að benda á geðræn vandamál sem hún þurfti að stríða við á árum áður og bar hana saman við Amöndu Bynes (sem er búin að eiga við geðræn vandamál að stríða).

Ekki beint smart hjá Cyrus sem reyndi svo að draga í land með því að bjóða O'Connor í spjall.

Síðan þá er O'Connor búin að senda Cyrus annað og þriðja bréfið þar sem hún bendir á það hversu fáránlegt það er af henni að vera gera grín að geðheilsu hennar.

Í bréfinu til Cyrus sagði O'Connor meðal annars: „Í alvörunni Cyrus hver í andskotanum er að gefa þér ráð? Það að þú sért að svara mér svona er ennþá heimskulegra en að vera eins og vændiskona og kalla það femínisma,“ og bætti við: „Þú hefðir virkilega gott af því að mennta þig, það er að segja ef þú ert ekki of upptekinn við að sýna á þér brjóstin.“

Það er greinilega allt að verða vitlaust í Hollywood. Bréfið í heild má lesa HÉR. 

Söngkonan Miley Cyrus.
Söngkonan Miley Cyrus. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar