Íslandsævintýri Bens Stillers frumsýnt

Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller tók að stórum hluta upp hér á Íslandi,  var frumsýnd á New York kvikmyndahátíðinni í gær. Stiller var hæstánægður á rauða dreglinum og sagðist vona að fólk gæti hlegið að myndinni og skemmt sér vel.

Myndin var tekin upp hér fyrir rétt rúmu ári eða í september 2012, m.a. í Borgarnesi og Stykkishólmi. Hún fer í almennar sýningar um jólin.

Fyrstu viðbrögð við myndinni eru þokkaleg, en hún er nú með 7,1 í einkunn á vefnum IMDB. Gagnrýnandi kvikmyndavefsins Filmleaf er ekki yfir sig hrifinn, segir að myndin byrji frekar brösuglega en komist fyrst á flug þegar Ólafur Darri Ólafsson kemur til sögunnar.

Ólafur Darri og landslagið heilla

„Loksins smellur eitthvað þegar sagan færist á áhugaverða staði, sérstaklega á litlum bar á stað sem heitir Nuuk á Grænlandi, þar sem karlmennirnir drekka úr risastórum glösum sem eru í laginu eins og stígvél og Walter hittir risavaxinn, grófgerðan, ofurölvi flugmann sem þú gætir aldrei skáldað upp,“ segir gagnrýnandinn, Chris Knipp.

Ólafur Darri fer með hlutverk flugmannsins. Gagnrýnandinn segir að frá þessari stundu lifni yfir myndinni, hún verði verulega sjónræn t.d. í atriðum þar sem íslenski flugmaðurinn fer með Walter Mitty í þyrlu og hann stingur sér í hafið innan um hákarla og ferðast síðar um Ísland á hjólabretti sem hann fær frá íslenskum unglingum.

Gagnrýnandi Den of Geek nefnir sömu senu sem einn af hápunktum myndarinnar. Hann segir að Stiller takist vel upp við að finna sláandi myndrænt sögusvið, bæði á norðurhveli og í Mið-Austurlöndum.

Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan, við tónlist Of Monsters and Men:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan