Erró veitti Guðnýju Rósu viðurkenningu

Erró, Guðný Rósa og Jón Gnarr borgarstjóri.
Erró, Guðný Rósa og Jón Gnarr borgarstjóri.

Listamaðurinn Erró veitti í dag Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Þetta er í fjórtánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. 

Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Erró- Heimurinn í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri.

Guðný Rósa lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hélt þá til Belgíu til frekara náms. Eftir að hún útskrifaðist settist hún að í Brussel en hefur ávallt haldið nánum tengslum við Ísland og sýnt hér reglulega. Hún hefur haldið 18 einkasýningar og tekið þátt í yfir 30 samsýningum víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sýning hennar í Listasafni Íslands 2008 er mörgum minnisstæð og af nýafstaðinni sýningu hennar í Hverfisgalleríi er ljóst að hún heldur áfram að vaxa sem listamaður og vinnur hvert verk af einstakri alúð, hollustu og metnaði. Það var því einróma álit dómnefndar Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur að Guðný Rósa sé verðugur einstaklingur til að hljóta viðurkenningu úr sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup