Loksins gift

Leikkonan Kristen Bell.
Leikkonan Kristen Bell. mbl.is/AFP

Leikkonan Kristen Bell og leikarinn Dax Shepard hafa gengið í það heilaga samkvæmt heimildum TMZ. Þau hafa verið saman í mörg ár og trúlofuð í fjögur ár. Þau giftu sig á dögunum hjá sýslumanni í Beverly Hills í Los Angeles.

Bell sem er 33 ára og Shepard sem er 38 ára neituðu að gifta sig af pólitískum ástæðum og töluðu opinskátt um það að þau vildu bíða með að gifta sig þar til að giftingar samkynhneigðra yrðu gerðar löglegar í heimafylki þeirra í Bandaríkjunum. „Við höfum talað opinskátt um að vilja ekki gifta okkur fyrr en fylki okkar samþykkir sama rétt fyrir alla borgarbúa,“ sagði Bell í viðtali árið 2012 og bætti við: „Við munum bíða þar til Kalifornía samþykkir giftingu samkynhneigðra.“

Í júní síðastliðnum var svo banninu aflétt í Kaliforníu og samkynhneigðir geta gift sig í Kaliforníu.

Bell og Shepard eiga saman dótturina Lincoln sem fæddist í mars á þessu ári. 

Leikarinn Dax Shepard.
Leikarinn Dax Shepard. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar