Benedikt besti leikstjórinn

Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk …
Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk í myndinni Hross í oss. mbl.is/Golli

Benedikt Erlingsson var útnefndur besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó í dag. Verðlaunin hlýtur hann fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Hross í oss, sem tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar.

Hross í oss hefur nú tekið þátt í tveimur „A“ kvikmyndahátíðum og hlotið leikstjóraverðlaun á báðum þeirra, en Benedikt var valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián.

Næst á dagskrá hjá Hross í oss er þátttaka í Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi þar sem hún mun vera opnunarmynd hátíðarinnar. Hross í oss er einnig framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2014 en Akademían bandaríska mun tilkynna allar tilnefningar þann 16. janúar 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir