Gagnvirkur Gísli Marteinn

Gísli Marteinn Baldursson lofar gagnvirkni í nýjum þáttum sínum og …
Gísli Marteinn Baldursson lofar gagnvirkni í nýjum þáttum sínum og býður áhorfendum upp á að senda spurningar í gegnum Facebook og Twitter.

Við ætlum að reyna að vera dálítið gagnvirk, þannig að það verði auðvelt fyrir fólk að hafa samband við þáttinn, jafnvel í beinni útsendingu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, umsjónarmaður nýs sjónvarpsþáttar á RÚV sem kallast einfaldlega Sunnudagsmorgunn.

Fyrsti þátturinn fer í loftið kl. 11 í dag en þættirnir verða helgaðir stjórnmálum, menningu, fréttum vikunnar og samfélaginu almennt.

„Ég hlakka til að fara „í loftið“ aftur í beinni útsendingu,“ segir Gísli Marteinn en hann hætti með þátt sinn Laugardagskvöld með Gísla Marteini vorið 2005. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel og vera mjög skemmtilegur. Það er heilmikið mál að koma nýjum þætti í loftið, því auk þess að búa til nýja sviðsmynd, ákveða áherslur og stefnu þarf að velja allt frá kaffibollum til leturgerðar sem passa inn í svona þátt. Þetta er því mjög skapandi og skemmtilegt.“

Áhorfendur geta sent spurningar og ábendingar inn í gegnum facebooksíðu þáttarins sem og á Twitter og einnig má senda tölvupóst á sunnudagsmorgunn@ruv.is. Bestu spurningarnar verða valdar úr en þau fyrstu til leiks sem hægt er að beina spurningum til verða menntamálaráðherrarnir fyrrverandi og núverandi; Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir. Þau eru þó síður en svo einu gestir þáttarins því góðir gestir munu fletta helgarblöðunum í líflegu kaffispjalli. Gestir í þeim hluta verða Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablað sins, Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og rapparinn og uppistandarinn Dóri DNA. Þau fara yfir fréttir vikunnar, bæði þær skemmtilegu og forvitnilegu sem og þær sem þeim þykja hafa fengið of mikla eða of litla athygli. Helgarblöðin verða þá á borðinu hjá þeim og farið yfir það sem hæst ber í þeim.

Silfur Egils naut mikilla vinsælda þau 13 ár sem Egill Helgason hafði umsjón með þættinum og verður forvitnilegt að sjá hvernig fer um þjóðfélagsumræðuna á nýjum vettvangi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar