Gagnvirkur Gísli Marteinn

Gísli Marteinn Baldursson lofar gagnvirkni í nýjum þáttum sínum og …
Gísli Marteinn Baldursson lofar gagnvirkni í nýjum þáttum sínum og býður áhorfendum upp á að senda spurningar í gegnum Facebook og Twitter.

Við ætl­um að reyna að vera dá­lítið gagn­virk, þannig að það verði auðvelt fyr­ir fólk að hafa sam­band við þátt­inn, jafn­vel í beinni út­send­ingu,“ seg­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son, um­sjón­ar­maður nýs sjón­varpsþátt­ar á RÚV sem kall­ast ein­fald­lega Sunnu­dags­morg­unn.

Fyrsti þátt­ur­inn fer í loftið kl. 11 í dag en þætt­irn­ir verða helgaðir stjórn­mál­um, menn­ingu, frétt­um vik­unn­ar og sam­fé­lag­inu al­mennt.

„Ég hlakka til að fara „í loftið“ aft­ur í beinni út­send­ingu,“ seg­ir Gísli Marteinn en hann hætti með þátt sinn Laug­ar­dags­kvöld með Gísla Marteini vorið 2005. „Und­ir­bún­ing­ur­inn er bú­inn að ganga vel og vera mjög skemmti­leg­ur. Það er heil­mikið mál að koma nýj­um þætti í loftið, því auk þess að búa til nýja sviðsmynd, ákveða áhersl­ur og stefnu þarf að velja allt frá kaffi­boll­um til let­ur­gerðar sem passa inn í svona þátt. Þetta er því mjög skap­andi og skemmti­legt.“

Áhorf­end­ur geta sent spurn­ing­ar og ábend­ing­ar inn í gegn­um face­booksíðu þátt­ar­ins sem og á Twitter og einnig má senda tölvu­póst á sunnu­dags­morg­unn@ruv.is. Bestu spurn­ing­arn­ar verða vald­ar úr en þau fyrstu til leiks sem hægt er að beina spurn­ing­um til verða mennta­málaráðherr­arn­ir fyrr­ver­andi og nú­ver­andi; Ill­ugi Gunn­ars­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir. Þau eru þó síður en svo einu gest­ir þátt­ar­ins því góðir gest­ir munu fletta helgar­blöðunum í líf­legu kaffispjalli. Gest­ir í þeim hluta verða Ólaf­ur Stephen­sen, rit­stjóri Frétta­blað sins, Kol­brún Bergþórs­dótt­ir blaðamaður og rapp­ar­inn og uppist­and­ar­inn Dóri DNA. Þau fara yfir frétt­ir vik­unn­ar, bæði þær skemmti­legu og for­vitni­legu sem og þær sem þeim þykja hafa fengið of mikla eða of litla at­hygli. Helgar­blöðin verða þá á borðinu hjá þeim og farið yfir það sem hæst ber í þeim.

Silf­ur Eg­ils naut mik­illa vin­sælda þau 13 ár sem Eg­ill Helga­son hafði um­sjón með þætt­in­um og verður for­vitni­legt að sjá hvernig fer um þjóðfé­lagsum­ræðuna á nýj­um vett­vangi.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir