Lou Reed látinn

Lou Reed
Lou Reed AFP

Tónlistarmaðurinn Lou Reed lést í dag. Hann var 71 árs gamall.  Ekki er vitað hvert banamein Reed var, en hann gekkst undir lifrarígræðslu í maí á þessu ári.

Lou Reed var einna þekktastur fyrir þátttöku sína í hljómsveittini Velvet Underground, sem starfaði á árunum 1964 til 1973. Eftir að hljómsveitin leystist upp átti Lou Reed farsælan tónleikaferil sem sólólistamaður. Hann kom til Íslands árið 2004 þar sem hann hélt tónleika í Laugardalshöll.

Hljómsveit Lou Reed, Velvet Underground, var á undan sinni samtíð í tónsmíð og hafa margir tónlistarmenn sagt hann hafa verið áhrifavald á rokksöguna.

Fíkniefnaneysla setti svip á líf tónlistarmannsins, en honum tókst þó að brjótast út úr viðjum neyslunnar á síðari hluta ævinnar. Síðustu ár ævi sinnar einbeitti Reed sér meðal annars að því að lifa heilsusamlegu líferni.

Meðal tónlistarmanna sem Lou Reed vann með á síðustu árum má nefna teiknimyndahljómsveitina Gorillaz og þungarokkhundana í Metallica. Samstarf hans við Gorillaz vakti mikla lukku, en minna fór fyrir lofi á samstarf hans við Metallica.

Meðal þekktustu laga Lou Reed má nefna Walk On The Wild Side, Perfect Day, Sunday Morning, Satellite Of Love, en þessi talning er langt frá því að vera tæmandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka