Lou Reed látinn

Lou Reed
Lou Reed AFP

Tón­list­armaður­inn Lou Reed lést í dag. Hann var 71 árs gam­all.  Ekki er vitað hvert bana­mein Reed var, en hann gekkst und­ir lifra­rígræðslu í maí á þessu ári.

Lou Reed var einna þekkt­ast­ur fyr­ir þátt­töku sína í hljóm­sveitt­ini Vel­vet Und­erground, sem starfaði á ár­un­um 1964 til 1973. Eft­ir að hljóm­sveit­in leyst­ist upp átti Lou Reed far­sæl­an tón­leika­fer­il sem sólólistamaður. Hann kom til Íslands árið 2004 þar sem hann hélt tón­leika í Laug­ar­dals­höll.

Hljóm­sveit Lou Reed, Vel­vet Und­erground, var á und­an sinni samtíð í tón­smíð og hafa marg­ir tón­list­ar­menn sagt hann hafa verið áhrifa­vald á rokk­sög­una.

Fíkni­efna­neysla setti svip á líf tón­list­ar­manns­ins, en hon­um tókst þó að brjót­ast út úr viðjum neysl­unn­ar á síðari hluta æv­inn­ar. Síðustu ár ævi sinn­ar ein­beitti Reed sér meðal ann­ars að því að lifa heilsu­sam­legu líferni.

Meðal tón­list­ar­manna sem Lou Reed vann með á síðustu árum má nefna teikni­mynda­hljóm­sveit­ina Gorillaz og þung­arokk­hund­ana í Metallica. Sam­starf hans við Gorillaz vakti mikla lukku, en minna fór fyr­ir lofi á sam­starf hans við Metallica.

Meðal þekkt­ustu laga Lou Reed má nefna Walk On The Wild Side, Per­fect Day, Sunday Morn­ing, Sa­tellite Of Love, en þessi taln­ing er langt frá því að vera tæm­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell