Harry bretaprins varð fyrir því óhappi að tábrjóta sig aðeins nokkrum vikum áður en hann átti að leggja af stað í leiðangur á Suðurpólinn.
Harry er búinn að leggja á sig mikla vinnu við að undirbúa leiðangurinn, en fyrirhugað er að leggja af stað um miðjan næsta mánuð. Prinsinn ætlar að ganga 208 mílur ásamt hópi fyrrverandi hermanna sem slasast hafa í Afganistan og Írak. Áætlað er að gangan taki 16 daga. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Harry neyðist til að hætta við þátttöku í ferðinni.
Leiðangursmenn komu til Íslands til að æfa sig og gengu þá m.a. á skíðum á Langjökli. Harry dvaldi við æfingar á jöklinum í sumar.