Danir og Finnar hirtu verðlaunin

Verðlaunin voru afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Ósló.
Verðlaunin voru afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Ósló. Ljósmyndari Magnus Froderberg/norden.org

Danir og Finnar deila með sér verðlaunum Norðurlandaráðs. Skáldsagan „Profeterne i Evighedsfjorden“ eftir Kim Leine hlaut Bókmenntaverðlaunin, myndin „Jagten“ í leikstjórn Thomas Vinterbergs hlaut Kvikmyndaverðlaunin, fiðluleikarinn Pekka Kuusisto hlaut Tónlistarverðlaunin, bókin „Karikko“ (Blindsker) eftir Seita Vuorela og Jani Ikonen hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin og Selina Juul frá Neytendahreyfingunni „Stop Spild Af Mad“ hlaut Umhverfisverðlaunin.

Á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Óperunni í Ósló voru í fyrsta sinn nöfn handhafa allra fimm verðlauna Norðurlandaráðs tilkynnt og verðlaunin sjálf afhent samtímis. Athöfnin var send beint út á öllum ríkissjónvarpsstöðvum Norðurlanda.

Rithöfundurinn Kim Leine, sem er af dansk-norskum uppruna, hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 fyrir skáldsöguna „Profeterne i Evighedsfjorden“. Í rökstuðningi dómnefndar er bókinni lýst sem grípandi sögulegri skáldsögu um kúgun og uppreisn. „Þetta er margslungið verk þar sem fram kemur andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun,“ segir ennfremur í rökstuðningnum. 

Danska myndin „Jagten“ í leikstjórn Thomas Vinterbergs hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Vinterberg skrifaði jafnframt handritið í samstarfi við Tobias Lindholm. Framleiðendur myndarinnar eru Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann. Þremenningarnir Vinterberg, Lindholm og Kaufman gerðu jafnframt myndina „Submarino“ sem fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010.

Finnski fiðuleikarinn Pekka Kuusisto hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að sem fiðluleikari sé Kuusisto „ótvírætt á heimsmælikvarða“ og búi yfir „einstakri sköpunar- og tónlistargáfu“.

Finnska bókin „Karikko“ (Blindsker) eftir rithöfundinn Seita Vuorela og myndskreytinn Jani Ikonen er fyrsta verkið sem hlýtur ný Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir meðal annars: „Frásögnin teygir sig víða og er byggð upp eins og mósaík. Sögð er saga af bræðrum sem snertir lesandann og tekur á alveg fram að síðustu setningu.“

Selina Juul frá dönsku neytendahreyfingunni „Stop Spild Af Mad“ hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Að mati dómnefndar verðlaunanna hefur Selina Juul með sjálfboðastarfi sínu lagt baráttunni gegn matarsóun ómetanlegt lið. 

Allir þeir sem tilnefndir voru til verðlauna voru viðstaddir athöfnina í óperunni í Ósló. Vinningshafar síðasta árs afhentu verðlaunahöfum þessa árs nýju verðlaunastyttuna „Norðurljós“. Lena Adelsohn Liljeroth, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, afhenti nýju Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin. Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsundum danskra króna hver og voru afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Ósló.

Nánar um verðlaunin og rök dómnefndar

Pekka Kuusisto var ánægður með verðlaunin.
Pekka Kuusisto var ánægður með verðlaunin. Ljósmyndari Magnus Froderberg/norden.org
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir