Kris Kristofferson að missa minnið

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson.
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson. mbl.is/AFP

Hann er einn af farsælustu tónlistarmönnum heims, hefur verið giftur í 33 ár og á átta börn en Kris Kristofferson opnaði sig á dögunum og sagði frá minnisleysinu sem hefur plagað hann síðustu ár.

Kris Kristofferson sem er 77 ára gamall kántrísöngvari, lagahöfundur og leikari sagði á dögunum frá þessu vandamáli sem hann hefur þurft að glíma við síðustu ár.

Minnisleysið hefur ekki enn hindrað hann á sviði en það hefur gert það í daglegu lífi.

„Ég vildi að ég hefði ekki svona slæmt minni,“ sagði hann við FOX411 og bætti við: „Mér er sagt að það geti stafað af því að ég spilaði fótbolta og hnefaleika á sínum tíma og fékk nokkrum sinnum heilahristing. Fyrir nokkrum árum fór ég að missa minnið. Ég get samt enn munað öll lögin mín svo að ég get troðið upp,“ sagði Kristofferson.

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson.
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir