Móðgar feitar konur á færibandi

Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld.
Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld. mbl.is/AFP

Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, en nú er Karl Lagerfeld kominn á hálan ís.

Hönnuðurinn, sem er 80 ára gamall, stendur frammi fyrir lögsókn frá hópi kvenna sem kalla sig Belle, Ronde, Sexy et je m'assume (fallegar, lögulegar, kynþokkafullar og ánægðar með það).

„Enginn vill sjá íturvaxnar konur á tískupöllunum,“ lét Lagerfeld út úr sér og hætti ekki þar heldur sagði hann að tekjuhalli Frakka væri feitu fólki að kenna og veikindum þess.

Samkvæmt frönsku fréttastofunni AFP eru um 500 manns búnir að skrifa undir herferð gegn viðhorfum Lagerfelds. „Það verður að stöðva þessar móðganir frá frægu fólki,“ sagði Betty Aubrière hjá Belle, Ronde, Sexy et je m'assume og bætti við: „Við erum orðin þreytt á þessu. Mörgum ungum stúlkum líður ekki vel í eigin skinni og fyrir þær að heyra þessar athugasemdir er hræðilegt.“

Ef Lagerfeld verður fundinn sekur þarf hann mögulega að borga einhverja sekt. Það mun örugglega ekki hafa mikil áhrif á Lagerfeld en það gæti gert eitthvað fyrir þá einstaklinga sem hann hefur móðgað.

Allt frá því að hann henti því fram að söngkonan Adele væri aðeins of feit hefur hann ekki reynt að liggja á skoðunum sínum er varða konur og þyngd. Á síðasta ári sagði hann Adele vera með fallegt andlit og undurfagra rödd þrátt fyrir að vera of feit. Adele svaraði því þannig að hún væri fulltrúi meirihluta kvenna og að hún væri stolt af því. 

Fatahönnuðurinn þýski Karl Lagerfeld.
Fatahönnuðurinn þýski Karl Lagerfeld. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir