„Ég hef ekki efni á þessum kjólum

Kate Hudson framan á desemberútgáfu Harper‘s Bazaar.
Kate Hudson framan á desemberútgáfu Harper‘s Bazaar. Ljósmynd/Harper‘s Bazaar

Leikkonan Kate Hudson er súperstjarna frá Hollywood. Hún er dóttir Hollywood stjarna og trúlofuð rokkstjörnu en samt segist hún ekki hafa efni á kjólunum sem hún hefur klæðst á rauða dreglinum.

„Fólk heldur að við kaupum alla þessa kjóla,“ sagði Hudson í samtali við Harper‘s Bazaar og bætti við: „Við fáum þá lánaða. Ég hef ekki efni á þessum kjólum. Það eru ákveðnir hlutir sem ég eyði peningunum mínum í, en það gerist ekki oft, sérstaklega þegar maður er með tvö börn á sínu framfæri. Ég er ekki mikið í því að kaupa dýrar vörur sem eru í tísku. Ég vildi að ég gæti það en ég hef bara ekki efni á því. Áður en fatahönnuðurinn Isabel Marant varð frægur hönnuður var ég vön að fara í verslun hennar í París og kaupa fullt af fötum. Það voru föt á viðráðanlegu verði.“

Það er ekki auðvelt að trúa því að hún hafi ekki efni á þessum kjólum þar sem að leikkonan komst í 97 sæti á lista Forbes árið 2010 yfir hæst launuðustu stjörnurnar. 

Leikkonan Kate Hudson.
Leikkonan Kate Hudson. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup