Vonast til að deyja á tökustað

Leikarinn Daniel Radcliffe.
Leikarinn Daniel Radcliffe. mbl.is/AFP

Harry Potter leikarinn Daniel Radcliffe sagði á dögunum að hann vonaðist til að deyja á tökustað.

Leikarinn sagði frá því hvernig það hefði verið að alast upp er hann lék í Harry Potter myndunum en sagði að honum liði mjög vel á tökustað.

„Það eru margir sem halda að ef þú elst upp á tökustað þá sértu alveg örugglega mjög þreyttur á því og að þú viljir gera eitthvað annað,“ sagði  Radcliffe í samtali við The Guardian og bætti við: „En raunar þekki ég ekkert annað en að vera á tökustað og ég elska það. Mér líður vel á tökustað.“

Hann hélt svo áfram og sagði að hann vonaðist til að andast á tökustað: „Ég vona að ég látist á tökustað. Án alls gríns, vonandi seinna frekar enn fyrr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar