Söngvarinn Justin Bieber hefur birt sýnishorn af myndbandi við nýja lagið All That Matters. Það er óhætt að segja að það sé funheitt - líkt og söngvarinn sjálfur. Myndbandið í heild sinni mun koma út mánudaginn 2. desember og er það partur af verkefni hans #MusicMondays eða tónlistarmánudagar.
Í Heat kemur fram að í myndbrotinu sé Bieber í kynþokkafullum atlotum með ljóshærðri skvísu.
„Textinn í laginu er um það þegar þú verður ástfanginn af einhverjum sem gerir þig að heilli manneskju,“ skrifaði Bieber á Twitter og bætti við: „Mér finnst eins og hver sá sem hefur upplifað þetta viti hvað ég á við. Það að vera ástfanginn er besta tilfinning í heimi. Ástin er það sem skiptir máli. En tilfinningin sem þú færð þegar ástin fer frá þér er hræðileg. Ég virkilega lagði mikið í þetta lag í upptökunum, það var mikilvægt fyrir mig.“
Meðfylgjandi er sýnishornið.