Framleiðendur Fimmtíu grárra skugga segja að mögulega verði búnar til tvær útgáfur af myndinni. Önnur útgáfan verður fyrir gallharða aðdáendur, en hin útgáfan verður sýnd fyrir almenning í kvikmyndahúsum.
„Við heyrum frá aðdáendum að þeir vilji að myndin verði svolítið gróf. Þeir vilja að myndin verði eins lík bókinni og hægt er,“ sagði framleiðslustjórinn Dana Brunetti, sem hefur verið að lesa athugasemdir fylgjenda bókarinnar á Twitter.
Eftir að kvikmyndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum ætla framleiðendur myndarinnar að sýna aðra afdráttalausari útgáfu stuttu síðar.
Kynlífsatriðin í bókinni voru í grófari kantinum og eru framleiðendur í vandræðum þar sem þeir vilja ekki vanrækja aðdáendur bókarinnar með því að tóna kynlífsatriðin niður en þeir vilja heldur ekki framleiða mynd sem ekki verður hægt að sýna í kvikmyndahúsum.
„Við viljum ekki að myndin verði stimpluð sem mömmuklám. Við viljum hafa atriðin vönduð en þannig að aðáendur verði ekki sviknir,“ sagði Brunetti í samtali við Daily Mail.