Tískuelítan var mætt í gærkvöldi á Bresku tískuverðlaununum en því miður slógu ekki allir í gegn á páfuglasýningunni.
Pixie Geldof er vön að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því sem er heitast þá stundina en hún mætti í silfurlitum kjól frá TopShop og var með handtösku sem var grænn bangsi.
Í Daily Mail kemur fram að hún hafi litið út fyrir að vera í náttfötum og að kjóllinn hafi ekki gert neitt fyrir línurnar.
Hún fullkomnaði náttfatastílinn með Funky Of Fish skartgripum og mjög dökkum varalit.
Geldof var ekki sú eina sem varð fyrir barðinu á dómarasleggjunni en nokkrar stjörnur voru ekki alveg á tánum á verðlaunaafhendingunni.