Paul Walker: Myndir af slysstað

EMILIO NARANJO

Eins og mbl.is greindi frá á sunnudaginn lést leikarinn Paul Walker í bílslysi í Kaliforníu um helgina. Walker var farþegi hjá vini sínum, Roger Rodas, í Porsche Carrera GT-bíl sem lenti út af vegi á miklum hraða.

Walker og Rodas virðast hafa misst meðvitund við slysið. Nærstaddir, þar á meðal átta ára gamall sonur Rodas, reyndu að koma þeim til hjálpar en mikill eldur blossaði upp í bílnum sem kom í veg fyrir að nokkur kæmist nærri. Vegfarendur reyndu þá að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, en án árangurs.

Þrátt fyrir að ekki sé talið að félagarnir hafi verið í kappakstri þegar slysið varð, hefur Mail Online eftir vitnum að þeir hafi verið í spyrnu rétt áður. Vegfarendur telja að þá hafi bíll þeirra verið á allt að 160 km hraða.

Nú er meðal annars rannsakað hvort stýrisvökvi hafi lekið úr bílnum og bílstjórinn því misst stjórn á honum.

Fjölmargir hafa lagt leið sína að slysstaðnum til að votta hinum látnu virðingu sína, þar á meðal rapparinn og meðleikari Walkers, Tyrese Gibson.

Um helgina lak á netið atriði úr bíómyndinni Fast & Furious 7, þar sem persónur Gibsons og Walkers eru staddar í jarðarför. Gibson segir Walker: „Lofaðu mér einu, bróðir, ekki fleiri jarðarfarir,“ og Walker svarar: „Bara ein í viðbót.“ 

Smelltu hér til að skoða myndir frá slysstaðnum, þar sem meðal annars sést hversu illa leikinn bíllinn er. Rétt er að vara viðkvæma við myndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan