Eðlukóngurinn hefði orðið sjötugur í dag

Jim Morrison
Jim Morrison

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jim Morrison hefði orðið sjötugur í dag, hefði hann lifað. Morrison, sem var aðeins 27 ára þegar dauða hans bar að, var söngvari hljómsveitarinnar The Doors. Víst má búast við að örtröð verði við leiði Morrisons í Pere Lachaise-kirkjugarðinum í París.

Morrison fæddist í Melbourne í Flórídaríki í Bandaríkjunum 8. desember 1943. Tuttugu og tveimur árum síðar var hljómsveitin The Doors stofnuð en á meðal þekktustu laga hennar eru Light My Fire, Love Her Madly, Touch Me og Love Me Two Times.

Morrison var þekktur fyrir óheflaða sviðsframkomu, drykkjuskap og villt líferni. Fór svo að hann lést úr hjartabilun í baðkari á heimili sínu í París 3. júlí 1971.

Tugir þúsunda manna koma að gröf söngvarans á ári hverju og þúsundir á fæðingardegi og dánardegi hans. Hefur komið til þess að lögregla hafi þurft að beita táragasi til að hafa stjórn á aðdáendum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård