Kveikt á stærsta jólatré heimsins

Jólatréð í Gubbio.
Jólatréð í Gubbio. AFP

Kveikt var á stærsta jólatré heimsins í gær í bænum Gubbio á Ítalíu. Ekki er þó um hefðbundið jólatré að ræða heldur tré sem búið er til úr stórum ljósum í hlíðinni fyrir ofan bæinn.

Fram kemur í frétt AFP að „tréð“ sé búið til úr um eitt þúsund marglitum ljósum sem raðað er í hlíðina og er hæð þess 750 metrar og breidd 450 metrar þar sem það er breiðast. Stjarnan efst í hlíðinni er gerð úr 250 ljósum og nær yfir svæði sem er um eitt þúsund fermetrar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gubbio setur upp þessa jólaskreytingu en það hefur verið gert árlega allt frá árinu 1981.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup