Frá og með fimmtudeginum 12. desember koma jólasveinarnir við í Þjóðminjasafninu. Þeir bræður munu syngja og spjalla við börnin daglega kl. 11 en á laugardag mun Grýla skemmta ásamt Stúfi. Dagskráin er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Fimmtudagur 12. desember kl. 11: Stekkjarstaur
Föstudagur 13. desember kl. 11: Giljagaur
Laugardagur 14. desember kl. 11: Stúfur og Grýla
Sunnudagur 15. desember kl. 11: Þvörusleikir
Mánudagur 16. desember kl. 11: Pottaskefill
Þriðjudagur 17. desember kl. 11: Askasleikir
Miðvikudagur 18. desember kl. 11: Hurðaskellir
Fimmtudagur 19. desember kl. 11: Skyrgámur
Föstudagur 20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir
Laugardagur 21. desember kl. 11: Gluggagægir
Sunnudagur 22. desember kl. 11: Gáttaþefur
Mánudagur 23. desember kl. 11: Ketkrókur
Aðfangadagur 24. desember kl. 11: Kertasníkir