Verðlaunahross á flugi

Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í …
Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í oss.

Kvikmyndin Hross í oss eftir leikstjórann Benedikt Erlingsson heldur áfram að sanka að sér verðlaunum en myndin hlýtur aðalverðlaun á franskri kvikmyndahátíð, en þau verða formlega afhent á morgun. Myndin hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestu tónlistina, en hún er eftir Davíð Þór Jónsson.

Benedikt greindi frá þessu á Facebook í fyrr í kvöld.

Um er að ræða kvikmyndahátíðina Festival de Cinéma Européen des Arcs, en hér má sjá verðlaunamyndirnar

Fram kemur að myndin hafi alls hlotið 10 verðlaun á sjö hátíðum. „Það eru 1,43 verðlaun á hátíð. Hrossin eru á flugi,“ segir á Facebook-síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir