Vildi í fangelsi til að losna við konuna

Frá borginni Livorno á Ítalíu.
Frá borginni Livorno á Ítalíu. Ljósmynd/Luca Aless

Rúmlega þrítugur karlmaður, sem hafði verið dæmdur í stofufangelsi á heimili sínu í ítölsku borginni Livorno vegna fíkniefnasölu, mætti í dag á lögreglustöð borgarinnar og grátbað um að vera dæmdur til að afplána það sem eftir væri af dómnum í fangelsi.

Maðurinn gaf þá skýringu að hann gæti ekki þolað það lengur að vera fastur á heimili sínu og standa í sífelldu rifrildi við eiginkonu sína. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að héraðsdómur borgarinnar hafi ekki viljað valda manninum vonbrigðum og hafi fyrir vikið orðið við ósk hans og dæmt hann í fangelsi samdægurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup