Rúmlega þrítugur karlmaður, sem hafði verið dæmdur í stofufangelsi á heimili sínu í ítölsku borginni Livorno vegna fíkniefnasölu, mætti í dag á lögreglustöð borgarinnar og grátbað um að vera dæmdur til að afplána það sem eftir væri af dómnum í fangelsi.
Maðurinn gaf þá skýringu að hann gæti ekki þolað það lengur að vera fastur á heimili sínu og standa í sífelldu rifrildi við eiginkonu sína. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að héraðsdómur borgarinnar hafi ekki viljað valda manninum vonbrigðum og hafi fyrir vikið orðið við ósk hans og dæmt hann í fangelsi samdægurs.