Vildi í fangelsi til að losna við konuna

Frá borginni Livorno á Ítalíu.
Frá borginni Livorno á Ítalíu. Ljósmynd/Luca Aless

Rúmlega þrítugur karlmaður, sem hafði verið dæmdur í stofufangelsi á heimili sínu í ítölsku borginni Livorno vegna fíkniefnasölu, mætti í dag á lögreglustöð borgarinnar og grátbað um að vera dæmdur til að afplána það sem eftir væri af dómnum í fangelsi.

Maðurinn gaf þá skýringu að hann gæti ekki þolað það lengur að vera fastur á heimili sínu og standa í sífelldu rifrildi við eiginkonu sína. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að héraðsdómur borgarinnar hafi ekki viljað valda manninum vonbrigðum og hafi fyrir vikið orðið við ósk hans og dæmt hann í fangelsi samdægurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir