Kakkalakki tók sér bólfestu í eyra

Kakkalakki.
Kakkalakki. mbl.is

Ástralskur karlmaður komst í hann krappan er tveggja sentímetra langur kakkalakki tók sér bólfestu í eyra hans. Ástralinn beitti ýmsum aðferðum til að losna við þennan óvelkomna gest og reyndi m.a. að ryksuga hann út úr eyra sínu.

Raunir mannsins, Hendriks Helmers, hófust í fyrradag er hann vaknaði með sáran verk í eyra. „Ég vonaði bara að þetta væri ekki eitruð kónguló,“ sagði Helmer í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina ABC. 

Hann reyndi árangurslaust að ná aðskotadýrinu út, m.a. með ryksugu. Þegar verkurinn varð óbærilegur leitaði hann læknis sem hellti olíu inn í eyra hans. Við það skreið kakkalakkinn lengra inn eyrnagöngin og endaði þar lífdaga sína. Þá náðist hann loksins út og að sögn Helmers hafði læknirinn aldrei dregið jafnstórt skordýr úr eyra nokkurs manns, en kakkalakkinn reyndist rúmir tveir sentímetrar á lengd.

Hann sagði við ABC að hann hygðist ekki beita neinum sérstökum varúðarráðstöfunum í framtíðinni vegna þessa en sagði að nokkrir vinir sínir væru svo slegnir yfir þessum atburði að þeir svæfu nú með heyrnartól til að koma í veg fyrir árás skordýra inn í eyru sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup