Gravity og 12 Years a Slave þóttu bestar

George Clooney og Sandra Bullock fara með aðalhlutverkin í Gravity.
George Clooney og Sandra Bullock fara með aðalhlutverkin í Gravity. AFP

Kvik­mynd­irn­ar Gra­vity og 12 Ye­ars a Slave deila með sér verðlaun­um sem mynd árs­ins að mati sam­taka kvik­mynda­fram­leiðenda, Producers Guild of America, og er þetta í fyrsta skipti í sögu verðlaun­anna sem tvær mynd­ir verða fyr­ir val­inu.

Síðustu sex árin hef­ur mynd­in sem fær PGA-verðlaun­in fengið Óskar­sverðlaun­in sem besta mynd árs­ins. Sam­kvæmt frétt Variety-tíma­rits­ins hafa PGA-verðlaun­in verið veitt í 25 ár. Mynd­irn­ar eru báðar til­nefnd­ar til Óskar­sverðlaun­anna í ár.

Gra­vity er með tíu til­nefn­ing­ar til Óskar­sverðlauna líkt og American Hustle en verðlaun­in verða af­hent hinn 2. mars nk.

Sjón­varps­mynd­in Behind the Cand­ela­bra með Michael Douglas og Matt Damon var einnig verðlaunuð á PGA-hátíðinni í Los Ang­eles í gær­kvöldi sem og heim­ild­ar­mynd­in um Wiki­Leaks, We Steal Secrets.

Steve McQueen leikstjóri 12 Years a Slave.
Steve McQu­een leik­stjóri 12 Ye­ars a Slave. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka