Brosandi Bieber á handtökumynd

Justin Bieber var bara nokkuð ánægður þegar lögreglan í Miami tók af honum handtökumynd.

Lögreglan í Miami á Flórída handtók hann fyrr í dag, en hann er sakaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fyrir að hafa stundað kappakstur á götum borgarinnar.

Atvikið átti sér stað á strandsvæði snemma í morgun. Bieber, sem er 19 ára gamall Kanadamaður, nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim.

Hann virðist hafa átt eitthvað erfitt uppdráttar að undanförnu, en í síðustu viku framkvæmdi lögreglan í Los Angeles leit í húsi hans eftir að Bieber af sakaður um að hafa kastað eggjum í hús nágranna síns. 

Árið 2012 var Bieber sakaður um að hafa ekið gáleysislega. Saksóknarar létu hins vegar málið niður falla og var pilturinn ekki ákærður.

Bieber handtekinn í Miami

Handökumyndin af JB
Handökumyndin af JB AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar