Unnusta Abramovich á umdeildri mynd

Myndin umdeilda.
Myndin umdeilda.

Dasha Zhukova, unnusta rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovich hefur beðist opinberlega afsökunar á mynd sem sýnir hana sitja á baki þeldökkrar konu. Myndin hefur verið sögð sýna kynþáttahatur og hefur vakið mikla reiði víða um heim, en hún birtist með viðtali við Zhukovu.

Á myndinni sést Zhukova, sem er ritstjóri tískutímaritsins Garage og eigandi mikils metins listagallerís, sitja berfætt á stól sem er í líki þeldökkrar og berbrjósta konu sem er í fjötrum. Fjölmargir í tískuheiminum hafa sagt myndina afar óviðeigandi, þeirra á meðal er Alex Rees, sem er menningarritstjóri tímaritsins Cosmopolitan. „Ég vil ganga svo langt að segja að svona ætti ekki að viðgangast,“ segir Rees á vefsíðu tímaritsins.

Zhukova segir í viðtali við rússneska dagblaðið Moscow Times að hún fordæmi kynþáttahatur og að myndbirtingin hafi verið tekin úr samhengi. Um sé að ræða list og hún hefur beðið þá afsökunar sem hafa særst vegna myndbirtingarinnar.

Þeldökkir íbúar Rússlands hafa löngum sagst mæta þar fordómum og að þeir hafi aukist að undanförnu samfara aukinni þjóðernishyggju í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Hva?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir