PETA ósátt við hreindýraát á Íslandi

Charlotte Church.
Charlotte Church.

Fræga fólkið sem sæk­ir Ísland heim og bragðar á því sem landið hef­ur upp á bjóða ætti að vara sig að deila of mikl­um upp­lýs­ing­um í viðtöl­um þegar heim er komið. Þannig lenti velska söng­kon­an Char­lotte Church í ónáð hjá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um PETA eft­ir að hún sagðist hafa snætt hrein­dýr hér á landi.

Church var hér á landi ásamt unn­usta sín­um, Jon­ath­an Powell, og nefndi í viðtali við breska blaðið Guar­di­an að þau hefðu átt ynd­is­lega kvöld­stund með góðu víni og hrein­dýra carpaccio. Raun­ar sagðist hún einnig hafa fylgst með þegar unnust­inn smakkaði á lunda, hrefnu­kjöti og kæst­um há­karli.

Yf­ir­menn hjá PETA kunnu ekki að meta lýs­ingu Church á ferðalag­inu til Íslands og sögðust í sam­tali við frétta­veit­una WENN, sem sér­hæf­ir sig í frétt­um af „fræga fólk­inu“, að þeir von­ist til þess að Church muni í framtíðinni taka til varna fyr­ir dýr á borð við hrein­dýr en það beri að njóta þess að horfa á þau úti í nátt­úr­unni en ekki leggja þau sér til munns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: PETA
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir