PETA ósátt við hreindýraát á Íslandi

Charlotte Church.
Charlotte Church.

Fræga fólkið sem sækir Ísland heim og bragðar á því sem landið hefur upp á bjóða ætti að vara sig að deila of miklum upplýsingum í viðtölum þegar heim er komið. Þannig lenti velska söngkonan Charlotte Church í ónáð hjá dýraverndunarsamtökunum PETA eftir að hún sagðist hafa snætt hreindýr hér á landi.

Church var hér á landi ásamt unnusta sínum, Jonathan Powell, og nefndi í viðtali við breska blaðið Guardian að þau hefðu átt yndislega kvöldstund með góðu víni og hreindýra carpaccio. Raunar sagðist hún einnig hafa fylgst með þegar unnustinn smakkaði á lunda, hrefnukjöti og kæstum hákarli.

Yfirmenn hjá PETA kunnu ekki að meta lýsingu Church á ferðalaginu til Íslands og sögðust í samtali við fréttaveituna WENN, sem sérhæfir sig í fréttum af „fræga fólkinu“, að þeir vonist til þess að Church muni í framtíðinni taka til varna fyrir dýr á borð við hreindýr en það beri að njóta þess að horfa á þau úti í náttúrunni en ekki leggja þau sér til munns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar