Árni Páll kominn í „selfie“ hópinn

Helle Thorning-Schmidt og Árni Páll Árnason.
Helle Thorning-Schmidt og Árni Páll Árnason. Skjáskot/Facebook

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birti í kvöld mynd af sér og
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, á samfélagsmiðlinum Facebook. Um er að ræða sjálfsmynd (e. selfie) en Thorning-Schmidt virðist afar hrifin af því listformi.

Thorning-Schmidt vakti athygli heimsfjölmiðla á minningarathöfn Nelsons Mandela í Suður-Afríku en þá fékk hún sæti mitt á milli Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Ánægjan varð svo mikil að hún nýtti tækifærið til þess að taka sjálfsmynd á símann sinn.

Nú virðist Árni Páll hafa brugðið á sama ráð, ef marka má myndina á facebooksíðu hans en myndin ber einmitt heitið „selfie“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar