Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birti í kvöld mynd af sér og
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, á samfélagsmiðlinum Facebook. Um er að ræða sjálfsmynd (e. selfie) en Thorning-Schmidt virðist afar hrifin af því listformi.
Thorning-Schmidt vakti athygli heimsfjölmiðla á minningarathöfn Nelsons Mandela í Suður-Afríku en þá fékk hún sæti mitt á milli Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Ánægjan varð svo mikil að hún nýtti tækifærið til þess að taka sjálfsmynd á símann sinn.
Nú virðist Árni Páll hafa brugðið á sama ráð, ef marka má myndina á facebooksíðu hans en myndin ber einmitt heitið „selfie“