Ólafur Darri klipptur út?

Ólafur Darri Ólafsson.
Ólafur Darri Ólafsson. AFP

Vefritið Kjarninn greinir frá því að svo virðist sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hafi verið klipptur út úr sjónvarpsþáttaröðinni True Detective sem bandarísku Hollywood-stjörnurnar Matthew McConaughey og Woody Harrelson fara með aðalhlutverk í.

Stikla úr þáttunum þar sem Ólafur Darri kemur við sögu var sett á netið fyrir nokkrum vikum en Kjarninn bendir réttilega á að nafn Ólafs Darra sé nú hvergi að finna á lista yfir leikara þáttaraðarinnar á vefnum IMDb og að búið sé að breyta stiklum þáttanna.

„Ég er ekki í stóru hlutverki, mesta lagi tveimur þáttum,“ sagði leikarinn Ólafur Darri í samtali við Sunnudagsblaðið í nóvember síðastliðnum. „Ég hlakka mikið til að sjá þetta,“ segir íslenski stórleikarinn sem getur ekkert gefið upp um hlutverk sitt. „Ég get ekki svarað neinum svoleiðis spurningum – því miður.

Frétt mbl.is: Ólafur Darri í bandarískum spennuþætti 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup