Paul Guilfoyle, einn af aðalleikurunum úr sjónvarpsþáttunum CSI, sem sýndir voru á Íslandi um árabil, sendi Icelandair innilegt þakkarbréf á dögunum. Hann segir að starfsfólk flugfélagsins hafi látið hann líta út fyrir að vera besta pabba í heimi.
Í bréfinu sem hann sendi starfsfólki Icelandair segir, í lauslegri þýðingu.
„Takk fyrir að láta mig líta út fyrir að vera besti pabbi í heimi. Starfsfólk ykkar fann glænýjan síma 13 ára dóttur minnar með öllum myndunum sem hún hafði tekið á hann. Hún var í miklu uppnámi.
Kærar þakkir fyrir að koma símanum aftur til hennar þegar hún var fór um borð í vélina frá París til New York. Nærgætni ykkar og framkoma við viðskiptavini ykkar er einstök. Ég veit að þið settuð þetta smámál í forgang um helgi, án þess að ég bæði um það, heldur bara vegna skilnings ykkar á þeirri flóknu veröld sem þrettán ára stelpur búa í.
Ég kem út eins og hetja í hennar augum fyrir að bjarga þessu, en þetta er starfsfólki ykkar að þakka og því ber að hrósa. Takk fyrir að leggja þetta á ykkur. Ég er í leikarahópi CSI-þáttanna og mun segja öllum kollegum mínum hjá CBS sem eru að skipuleggja Evrópuferð að horfa sérstaklega til Icelandair.“
Undir bréfið skrifar Paul Guilfoyle.