Hermione hefði átt að giftast Harry

Breski rithöfundurinn J. K. Rowling.
Breski rithöfundurinn J. K. Rowling. AFP

Það voru mistök að láta Ron Weasley og Hermione Granger ganga að eiga hvort annað í lok bókanna um galdrastrákinn Harry Potter. Þess í stað hefði Hermione átt að giftast Harry. Þetta er haft eftir höfundi bókanna, J. K. Rowling, í breska dagblaðinu Sunday Times. Hún bætir því við að líklega hefðu Ron og Hermione fyrr eða síðar þurft að leita til hjónabandsráðgjafa.

Rowling segir ennfremur að ástæðan fyrir því að Harmione hafi endað með Ron hafi lítið að gera með bókmenntir. Ástæðan væri sú að hún hefði ákveðið að halda sig við það sem hún hafi hugsað sér í upphafi. Ummælin koma fram í viðtali við Rowling í tímaritinu Wonderland sem kemur út á föstudaginn.

„Ég veit, mér þykir það leitt,“ segir hún í viðtalinu. Hún geri sér grein fyrir að sumir aðdáendur bókanna kunni að verða reiðir vegna ummælanna. Eigi hún hins vegar að vera algerlega heiðarleg þá hafi tíminn frá ritun bókanna veitt henni nýja sýn á málið. „Þetta var eitthvað sem ég ákvað af persónulegum ástæðum en ekki vegna trúverðugleikans. Er ég að valda fólki hjartasorg með þessu? Ég vona ekki.“

Fram kemur í frétt AFP að viðtalið hafi verið tekið af Emmu Watson sem lék sem kunnugt er Hermione í kvikmyndunum um Harry Potter. Haft er eftir Watson að hún sé sammála Rowling. „Ég held að það séu aðdáendur þarna úti sem geri sér grein fyrir þessu líka og velti fyrir sér hvort Ron hafi virkilega getað gert hana hamingjusama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar