Íslendingur truflaði tónleika Swift

Taylor Swift
Taylor Swift AFP

Aðdáandi bandarísku söngkonunnar Taylor Swift frá Íslandi vakti litla gleði meðal annarra tónleikagesta er hann ruddist upp á við til söngkonunnar í Lundúnum á laugardagskvöldið.

Heimildir Daily Mirror herma að um hafi verið að ræða aðdáanda sem vildi rétta söngkonunni blað með netfangi sínu á. „Hann varð að koma alla leið frá Íslandi til þess,“ segir heimildarmaður Mirror sem var baksviðs á tónleikunum.

Um var að ræða tónleika á O2 leikvanginum og eru þeir fyrstu tónleikar Swift í Evrópureisu hennar. Hún hafði lokið við að syngja lagið We Are Never Ever Getting Back Together þegar maðurinn þusti upp á sviðið. Öryggisverðir stöðvuðu manninn þegar hann var á leið í sæti sitt á nýjan leik og fóru með hann út af tónleikunum. 

Áhorfendur segja að söngkonan hafi verið mjög undrandi þegar maðurinn kom upp á svið og rétti henni pappírssnifsi sem hún tók við.

Sjá frétt Mirror

Taylor Swift
Taylor Swift AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar