Hljómsveitin Pollapönk og söngkonan Sigga Eyrún keppa um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 6., 8. og 10. maí nk.
Líkt og í fyrra hefur dómnefnd helmings atkvæðavægi á móti símakosningu. Þegar stigin hafa verið talin heyja tvö stigahæstu lögin einvígi, en þá ráðast úrslitin í hreinni símakosningu. Í ár verður sú nýbreytni kynnt til sögunnar að lögin í einvíginu verða flutt á því tungumáli sem ætlunin er að syngja á í Kaupmannahöfn.
Lag Pollapönks nefnist Enga fordóma en Sigga Eyrún flytur lagið Lífið kviknar á ný.