Voðaverk framin í nafni fegurðar

„Í nafni fegurðar voru framin hræðileg voðaverk í þessari borg,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson í samtali við bandaríska dagblaðið The New York Times, sem fjallar um verkið Der Klang der Offenbarung des Göttlichen - eða Kraftbirtingarhljóm guðdómsins, sem var frumsýnt í Volksbühne í Berlín í gær. 

Yfirskrift viðtalsins er: „Testing German Ideas of Beauty“, sem útleggja mætti á íslensku sem „Reynt á þanþol þýsks fegurðarskyns“. 

Verkið er eftir Ragnar og Kjartan Sveinsson tónskáld, sem er fyrrverandi liðsmaður Sigur Rósar.

Ragnar segir ennfremur í viðtalinu að fegurðin sé afar viðkvæmt umfjöllunarefni í Þýskalandi en hann vísar með orðum sínum til þeirra voðaverka og glæpa sem nasistar frömdu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar í nafni rómantíkur og fegurðar.

Verkinu hefur verið lýst sem sem rómantísku sviðsverki án sögu, leikverki án leikara. Þá er það skírskotun í Heimsljós eftir Halldór Laxnes, sem Ragnar segir að sé stórmerkileg bók um fegurðina og fegurðarþrána. 

Verkið verður sýnt óbreytt heima í Borgarleikhúsinu í vor.

„En samhengið þar er allt annað,“ bendir Ragnar á í samtali við mbl.is. „Hér sýnum við í þessu framsækna pólitíska leikhúsi og hér í Berlín eru allar pælingar um fegurðina banal. Schönheit hefur næstum verið bannorð hér frá 1945, því nasistar voru allir að pæla í fegurðinni.“

Mbl.is ræddi við þá Ragnar og Kjartan í Berlín í gær líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Umfjöllun um verkið birtist á vef The New York Times …
Umfjöllun um verkið birtist á vef The New York Times í gær og í blaði dagsins í dag. Skjáskot af vef The New York Times.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar