Seldist upp á Justin á 12 mínútum

Það seldist upp á tónleika Justin Timberlake á 12 mínútum …
Það seldist upp á tónleika Justin Timberlake á 12 mínútum í morgun. Justin Timberlake

Uppselt er á tónleika Justins Timberlakes í Kórnum 24. ágúst næstkomandi. Heimasíða mida.is hrundi í kjölfar ásóknar í miða klukkan 10 í dag þegar miðasala hófst. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og viðburðasviðs Senu, sagði þá við mbl.is að allt að 40 þúsund manns hefðu reynt að kaupa miða á sama tíma. 

Sölukerfi vefsins er nú aftur komið í lag, en þegar reynt er að finna miða kemur upp villumelding um að uppselt sé á atburðinn. Ísleifur staðfestir að uppselt sé orðið á tónleikana. „Það er 100% orðið pakkuppselt,“ segir hann. „Klukkan 10, þegar það var opnað fyrir sölu, lítur út fyrir að á milli 30 og 40 þúsund manns hafi verið að reyna að kaupa miða,“ segir hann, en aðeins 1-2 mínútum eftir að salan hófst hrundi miðasölukerfið.

Ísleifur segir að klukkan 10:35 hafi vefurinn svo aftur komist í gang og þá hafi miðar byrjað að rúlla út aftur. Klukkan 10:45 var svo orðið uppselt á tónleikana, en miðasölukerfi mida.is var ekki almennilega komið upp aftur fyrr en í kringum klukkan 11. Það seldist því upp á tónleikana á um 12 mínútum samtals, en Ísleifur segir að á einum tímapunkti hafi 59 þúsund tengingar verið við síðuna.

Til að komast í rétta gírinn fyrir tónleikana mælir mbl.is með því að heppnir handhafar miða horfi á myndskeiðið hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup