Tryllt stemning í Hörpu

Páll Óskar var meðal þeirra sem skemmti gestum tónleikanna sem …
Páll Óskar var meðal þeirra sem skemmti gestum tónleikanna sem fóru fram í Hörpu í kvöld. Mbl.is/Styrmir Kári

 „Tónleikarnir tókust ótrúlega vel. Salurinn var troðfullur og það var tryllt stemning,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78, í kvöld fóru fram tónleikar í Hörpu á vegum Íslandsdeildar Amnesty International og Samtakanna ´78. Allur ágóði af tónleikunum rennur til grasrótarbaráttu hinsegin fólks í Úganda.

Páll Óskar, Hinsegin kórinn, Sykur, Sigga Beinteins og stjórnin og Retro Stefson komu fram á tónleikunum. Tónleikagestir fengu einnig að hlýða á ávarp konu frá Úganda og þá flutti Felix Bergson einnig ávarp. Þar minnti hann á sögu Úgandabúans David Kato sem lét lífið fyrir kynhneigð sína eftir hafa verið ofsóttur í Úganda. „Hann lét lífið og við skuldum honum að halda baráttunni áfram,“ sagði Anna Pála í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir