Game of Thrones-leikari kemur út úr skápnum

Leikarinn Kristian Nairn.
Leikarinn Kristian Nairn. Ljósmynd af Wikipedia

Game of Thrones-leikarinn Kristian Nairn, sem leikur Hodor í sjónvarpsþáttunum vinsælu, kom út úr skápnum á dögunum, samkvæmt heimildum vefsíðunnar Elite Daily.

Á vefsíðu Nairn segir:

„Þegar þið talið um samfélag samkynhneigðra þá eru þið að tala um MITT samfélag, haha. Ég ER meðvitaður um það, og mér finnst það indælt.

Það líður ekki sá dagur þar sem ég fæ ekki nokkur skilaboð, og 99 prósent eru mjög sæt og alls ekki klúr. Enn og aftur þá eru þetta forréttindi, og ég virkilega meina það.

Ég hef aldrei farið leynt með kynhneigð mína, alla mína tíð hef ég í raun verið að bíða eftir því að einhver myndi spyrja mig að þessu í viðtali, af því að þetta er ekki eitthvað sem þú bara segir. Ég hef nokkrum sinnum reynt að beina spurningunum í þessa átt, en án árangurs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka