Game of Thrones-leikarinn Kristian Nairn, sem leikur Hodor í sjónvarpsþáttunum vinsælu, kom út úr skápnum á dögunum, samkvæmt heimildum vefsíðunnar Elite Daily.
Á vefsíðu Nairn segir:
„Þegar þið talið um samfélag samkynhneigðra þá eru þið að tala um MITT samfélag, haha. Ég ER meðvitaður um það, og mér finnst það indælt.
Það líður ekki sá dagur þar sem ég fæ ekki nokkur skilaboð, og 99 prósent eru mjög sæt og alls ekki klúr. Enn og aftur þá eru þetta forréttindi, og ég virkilega meina það.
Ég hef aldrei farið leynt með kynhneigð mína, alla mína tíð hef ég í raun verið að bíða eftir því að einhver myndi spyrja mig að þessu í viðtali, af því að þetta er ekki eitthvað sem þú bara segir. Ég hef nokkrum sinnum reynt að beina spurningunum í þessa átt, en án árangurs.“