Mótmælir neysluhyggju, ýtir bílnum sínum fram af kletti

Úr myndbandinu við lagið Adentro
Úr myndbandinu við lagið Adentro

Rapparinn René Pérez Joglar frá Púertó Ríkó er allt annað en ánægður með hvert hip-hop-senan stefnir. Joglar, sem er aðalmaðurinn í hinni margverðlaunuðu rappgrúppu Calle 13, segir peninga hafa náð tökum á listamönnum og nú snúist allt um græðgi og neysluhyggju.

Hann ákvað því að snúa vörn í sókn, prédika fyrir umbótum og byrja á því að taka til í sínum eigin garði, ef svo má að orði komast. Fyrsta skrefið var að ýta lúxusbifreið sinni fram af kletti.

„Ég keypti mér Maserati því ég féll sjálfur í gildru staðalímynda. Ég hélt að ef ég ætti flott hús og flottan bíl, þá þýddi það að ég hefði náð árangri í skemmtanabransanum,“ segir Joglar, sem er þekktur undir listamannsnafninu Residente. 

„Þegar ég fór að nota bílinn fannst mér óþægilegt að eiga hann ... því ég áttaði mig á því að bíllinn stóð fyrir allt sem er rangt við samfélagið ... efnisleg gæði eru ekki það sem skiptir máli í lífinu.“

Það er allt gott og blessað, en til að vekja athygli á þessari hugljómun sinni fór Joglar með Maserati Quattroporte-bifreið sína (sem kostar ný frá 23 milljónum króna í Púertó Ríkó) að malarnámu, fékk útrás á henni með hafnaboltakylfu og lét hana svo vaða fram af kletti. 

Þetta var allt fest á filmu og notað í tónlistarmyndband við lagið Adentro, en þar bregður einnig fyrir hafnaboltahetjunni Willie Mays.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup