Glenn Beck hlustar á Ásgeir Trausta

Glenn Beck hlustar á Ásgeir Trausta.
Glenn Beck hlustar á Ásgeir Trausta. JONATHAN ERNST

Bandaríski útvarps- og sjónvarpsþáttarstjórnandinn Glenn Beck, sem er einnig þekktur íhaldsmaður vestanhafs, segist hlusta stanslaust á nýju breiðskífu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, In the Silence, sem er ensk útgáfa af plötunni Dýrð í dauðaþögn.

Í færslu á Fésbókarsíðu sinni segist hann vera á góðri leið með að verða háður tónlistinni. Hann segir að það geti verið erfitt að skilja textann, vegna þess að fyrsta tungumál Ásgeirs sé íslenska, en bætir því við hann hafi ekki haft eins mikið dálæti á einni breiðskífu og síðan hann heyrði fyrst í söngvaranum Michael Buble fyrir þónokkrum árum.

Platan Dýrð í dauðaþögn kom út á ensku í byrjun mars undir nafninu In the Silence á vegum útgáfufyrirtækisins Columbia Records. Eins og mbl.is hefur greint frá er í samningnum fólginn möguleiki á útgáfu tveggja platna til viðbótar.

Ásgeir Trausti hyggur á tónleikaferðalag um Bandaríkin í maí til að fylgja plötunni þar eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir