Þegar fyrrverandi Playboy fyrirsætan, Pamela Anderson klippti á sér hárið var hún ekki aðeins hrædd um að andlit hennar myndi breytast, heldur hafði hún líka áhyggjur af því að kynlífið yrði öðruvísi.
Anderson, sem byrjaði aftur með fyrrverandi eiginmanni sínum Rick Salomon og giftist honum í annað sinn fyrr á þessu ári, klippti ljósu lokkana í október á síðasta ári eins og greint var frá á mbl.is. Í viðtali í aprílhefti Elle sagði hún að sér hefði liðið eins og teiknimyndapersónu með gömlu greiðsluna.
„Ég hélt að það yrði skrítið að stunda kynlíf með stutt hár,“ sagði Anderson.
Hún virðist þó vera búin að venjast nýju klippingunni og vildi meina að henni fyndist hún áhrifameiri með stutta hárið og að karlkyns vinum hennar fyndist hún kvenlegri.